Bókin lýsir 44 gönguleiðum um Barðastrandarhrepp. Göngurnar eru af öllu tagi, frá 10 mín upp í 12 klst. Léttar og við allra hæfi og erfiðar og á færi færri, langar og stuttar, í fjöllum og á láglendi. Á vit fornleifa, sögunnar, gamalla alfaraleiða, nýrra gönguleiða, barnagöngur og hringgöngur. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Að auki er leiðsögn um allan Barðastrandarhrepp frá austri til vesturs, frá Skiptá í Kjálkafirði og að Skarðabrún í vestri. Við ,,lítum við” á hverjum bæ, fræðumst um söguna og rifjum upp örnefnin sem svo oft segja svo mikið meira en geymst hefur í munnmælum.

Kortið sýnir Barðastrandahrepp, bæi og helstu kennileiti. Á því eru sýndar 12 gönguleiðir sem lýst er á bakhlið kortsins á íslensku og ensku.

Nánari upplýsingar um bók og kort.